Viðskipti innlent

Enn líf í útrásinni - Íslendingur kaupir hótel í Danmörku á tvo milljarða

Myndir af hótelinu má sjá á samhotels.dk
Myndir af hótelinu má sjá á samhotels.dk

Jósteinn Þorgrímsson hefur yfirtekið rekstur Sam Hotels í Danmörku. Sam Hotels er í Nyköbing og var áður í eigu annars Íslendings, Sigtryggs Magnússonar.

Kaupverðið er ekki gefið upp en heimildir Vísis herma að það sé ekki undir tveimur milljörðum íslenskra króna.

Sam Hotels var við það að vera tekið til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði en Jósteinn náði á síðustu stundu samkomulagi við lánadrottna og eigendur og er félag hans, Umsvif efh, nú eigandi hótelsins.

Hótelið er 14 þúsund fermetrar og með meira en 100 herbergi.

Jósteinn segir að vel hafi gengið að fjármagna verkefnið.

"Auðvitað er brekka að fjármagna nánast hvað sem er í þessu árferði. En þetta tókst ágætlega hjá okkur. Aðallega vegna þess að menn hafa tröllatrú á verkefninu," segir Jósteinn.

Sjálfur verður Jósteinn með annan fótinn í Danmörk á næstunni til þess að sinna hótelinu en hann hefur ráðið hótelstjóra til þess þess að annast daglegan rekstur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×