Viðskipti erlent

BMW fjölskyldan fékk 30 milljarða kr. í arðgreiðslu

Quandt-fjölskyldan sem á tæplega helminginn í BMW fékk greidda rúmlega 30 milljarða kr. í arðgreiðslur úr rekstrinum á síðasta ári. Um var að ræða metár hjá BMW og ákveðið að arðgreiðslurnar yrðu 20%.

Fjölskyldan, sem samanstendur nú af ekkju Herbert Quandt, Jóhönnu og syni þeirra og dóttur, fengu til samans fyrrgreinda upphæð en þau eiga nú 46,6% í BMW.

Herbert Quandt bjargaði BMW frá gjaldþroti árið 1959. Á sínum tíma átti hann yfir 60% af fyrirtækinu en hluturinn hefur minnkað nokkuð á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×