Innlent

Seðlabankastjóri fundar með ráðherrum og fulltrúum atvinnulífsins

Oddvitar ríkisstjórnarinnar ásamt fulltrúum atvinnulífsins í dag. Mynd/ Stefán.
Oddvitar ríkisstjórnarinnar ásamt fulltrúum atvinnulífsins í dag. Mynd/ Stefán.

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins mættu í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu til fundar við oddvita ríkisstjórnarinnar á fjórða tímanum í dag. Fljótlega eftir það mætti Davíð Oddsson seðlabankastjóri í hópinn.

Eftir það hafa svo fleiri bæst við. Svo sem Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, en hann er stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Elna Katrín Jónsdóttir, varafomaður Kennarasambandsins, Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og fleiri.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri funduðu með Geir Haarde og Össuri Skarphéðinssyni fyrr í dag og gengu út úr ráðherrabústaðnum um tvöleytið. Þeir vildu ekkert tjá sig um fundinn við fréttamenn.

Eins og kunnugt er hafa verið reifaðar hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir myndu færa heim eitthvað af eignum sínum erlendis. Þær nema um 500 milljörðum króna.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×