Viðskipti innlent

Exista hefur lækkað mest í morgun

Það er Exista sem hefur lækkað mest frá opnun markaðar í Kauphöllinni í morgun. Félagið hefur lækkað um 3,45% og stendur gengið nú í 11,20. FL Group hefur einnig lækkað um 2,23% og stendur í 9,22.

Glitnir og Spron hafa einnig lækkað í morgun.

Marel hefur hinsvegar hækkað um 0,30% og Atlantic Airways um 0,27%.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,26% og stendur nú í tæpum 4937 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×