Viðskipti innlent

Þórður með 34,7 milljónir í árslaun

Þórður Sverrisson fékk tæpar milljónir á mánuði í laun á síðasta ári frá Nýherja.
Þórður Sverrisson fékk tæpar milljónir á mánuði í laun á síðasta ári frá Nýherja.

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, var með 34,7 milljónir í árslaun á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag. Það gera rétt tæpar 2,9 milljónir á mánuði.

Þórður hefur verið forstjóri Nýherja frá árinu 2001. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar á síðasta ári var Þórður með rúma 1,6 milljón á mánuði árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×