Viðskipti erlent

Ikea mun opna símaþjónustu

Ikea er kominn á símamarkað. Mynd/ AFP.
Ikea er kominn á símamarkað. Mynd/ AFP.

Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea tekur fyrirtæki eins og Asda og Tesco sér til fyrirmyndar og ætlar að setja á markað símaþjónustu. Þjónustan verður kölluð Fjölskyldusíminn og verður fáanlegur fyrir alla valin hóp viðskiptavina Ikea frá og með næsta föstudegi.

Verkefnið verður unnið í samstarfi við T-Mobile fyrirtækið og verður fastakúnnum boðið svokallað staðgreiðslutilboð, sem er ekki ósvipað frelsistilboðum hjá Símanum og Vodafone. Talsmenn Ikea telja sig geta boðið þjónustuna á lægra verði en samkeppnisaðilarnir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×