Viðskipti erlent

Starfsmenn Lehman í London fá útborgað

Allir starfsmenn evrópudeildar Lehman Brothers fá launin sín fyrir septembermánuð greidd að fullu. Það er skiptaráðandinn, PricewaterhouseCoopers, sem mun sjá til þess. Starfsmenn Lehman Brothers í London eru 4500 að tölu.

„Við munum borga öllum fyrir mánaðarmót, það er að segja ef þeir mæta til vinnu," segja endurskoðendurnir, en Lehmans Brothers, sem var stofnsettur árið 1850, lýsti yfir gjaldþroti á sunnudaginn var. Þá var greint frá því í dag að Barclays, þriðji stærsti banki Bretlands, hafi nú keypt fjárfestingabankahluta Lehmans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×