Viðskipti innlent

Gengisfall krónunnar veldur nærri fimm milljarða tapi hjá Teymi

Árni Pétur Jónsson.
Árni Pétur Jónsson.

Teymi, móðurfélag Vodafone, tapaði 4,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem greint var frá í dag.

Í tilkynningu frá Teymi kemur fram að tekjur fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi hafi numið sex milljörðum króna og aukist um nærri fjórðung á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir hafi reynst um milljarður en gengisfall krónunnar hafi valdið því að rúmlega fimm milljarða króna hækkun hafi orðið á vaxtaberandi erlendum skuldum.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segist í tilkynningunni mjög ánægður með tekjuaukningu og hækkandi EBITDA hjá félaginu. ,,Rekstur dótturfélaga Teymis gengur mjög vel eins og allir rekstrarlegir mælikvarðar sýna. Tekjurnar eru í samræmi við væntingar og aukast um 24% milli ára. EBITDA afkoma er yfir væntingum og EBITDA hlutfall okkar er hærra en á sama tíma í fyrra. Á hinn bóginn hefur gengisfall krónunnar sett strik í reikninginn hjá okkur og er ástæða þess að útkoma ársfjórðungsins er neikvæð," segir Árni Pétur.

Hann telur rektsrarhorfur á árinu góðar en segir Teymi hafa áhyggjur af gengissveiflum og háu vaxtastigi sem verði að ná betri tökum á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×