Viðskipti innlent

Margföld verðbólga á Íslandi

Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Mynd/ Hörður.

Verðbólga hér á landi var ríflega tvöföld á við önnur ríki í OECD og Evrópusambandinu í marsmánuði. Tólf mánaða verðbólga hér á landi var 8,7% í mars, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meðal verðbólga í OECD ríkjum í mars var hins vegar 3,5% og 3,6% á evrusvæðinu.

Verðbólgan hér á landi rauk síðan upp í 11,8% í apríl en tölur OECD og Evrópusambandsins fyrir aprílmánuð liggja ekki fyrir. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að hina miklu verðbólgu á Íslandi megi einungis að hluta til rekja til gengisfalls krónunnar og hækkana á aðföngum í kjölfarið.

Gylfi segir að verðbólguhækkunin verði einnig rakin til hækkunar á fasteignaverði og eignaverði almennt vegna aukins lánsfjár bankanna til skamms tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×