Viðskipti erlent

Lloyds ríður á vaðið

Frá London.
Frá London.

Lloyds TSB var fyrstur af stóru bönkunum í Bretlandi til að birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming. Hagnaður fyrir skatta á fyrri hluta ársins dróst saman um 70% á milli ára og nam 599 milljónum punda sem er jafnvirði 95 milljarða íslenskra króna. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Meginástæður liggja í auknum afskriftum og miklum sveiflum í tryggingastarfsemi félagsins. Bankinn tók á sig 585 milljóna punda niðurfærslu á fjárfestingum í skuldavafningum auk þess sem markaðsbréf voru færð niður um 505 milljónir punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×