Viðskipti innlent

SPRON tapaði 13,5 milljörðum króna

Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON
Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON

SPRON tapaði 13, 5 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2008, samkvæmt efnahagsreikningi félagsins. Eigið fé félagsins nemur 13.5 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall 12,1%. Samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%.

Í yfirlýsingu frá forstjóra og stjórn fyrirtækisins segir að samkvæmt bestu vitneskju sé það alit þeirra að samstæðuárshlutareikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu félagsins á tímabilinu fyrri helmingi ársins, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu þess 30. júní 2008 og breytingu á handbæru fé á fyrri helmingi ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×