Viðskipti innlent

Jákvætt að fyrri eigendur Innovate skili bréfum í Eimskip

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips.
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips.

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, segir það jákvætt að hafa náð samkomulagi við tvo af fyrrum eigendum Innovate um að þeir skili bréfum í Eimskip til baka líkt og tilkynnt var um í dag.

„Við erum ánægðir með að hafa lokið samningi við tvo af fyrrum eigendum Innovate og teljum þetta jákvæða niðurstöðu í ljósi aðstæðna. Frá því ljóst var að afskrifa þyrfti hlut okkar í Innovate hóf stjórn félagsins ítarlega skoðun á þessarri fjárfestingu og þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar kaupunum á síðasta ári. Niðurstaðan er samkomulag um að þeir skili öllum sínum bréfum aftur og höfum við þá náð til baka 2/3 af síðari fjárfestingu okkar í félaginu. Við munum nú halda áfram samskonar viðræðum við Peter Osborne um hans hlutabréf í félaginu en það er þó of snemmt að álykta um niðurstöðu í því máli," segir Halldór í samtali við Vísi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×