Viðskipti erlent

Forseti OPEC segir olíuverðið fara niður í 70 dollara

Chakib Khelil forseti OPEC, samtaka olíuframleiðlsuríkjanna, segir að til lengri tíma vænti hann þess að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna. Fyrir mánuði gaf forsetinn út yfirlýsingu þess efnis að verðið á olíunni færi í 170 dollara fyrir árslok.

Chakib segir nú í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þegar 70 dollara markið náist sé komið jafnvægi á framboð og eftirspurn á olíumarkaðinum.

Matthew Lynn sérfræðingur í olíumálum hjá Bloomberg segir að verðið muni lækka niður í 80 dollara til lengri tíma litið. Slíkt muni bjarga efnahagsmálum heimsins. Verðbólga muni lækka sem geri seðlabönkum kleyft að lækka stýrivexti sem aftur geri almennum bönkum kleyft að auka útlán sín.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×