Viðskipti erlent

Gera ráð fyrir enn meira tapi hjá Danske bank

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, gæti horft fram á enn meira tap á komandi ári en sérfræðingar hafa hingað til spáð. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Börsen í morgun. Þar kemur fram að í kjölfarið á hálfsársuppgjöri bankans hafi sérfræðingar ákveðið að gera ráð fyrir enn meira tapi af rekstri bankans en áður.

Danska fyrirtækið SME Direkt tók saman svör frá fimmtán greinendum og þegar svör þeirra eru tekin saman kemur í ljós að þeir gera að meðaltali ráð fyrir að afskriftir bankans aukist um fimm prósent frá fyrri spám fyrir árið 2009. Þá gera greinendurnir ráð fyrir því að tap bankans verði átta prósentum meira en áður hafði verið gert ráð fyrir auk þess sem tap á árinu 2010 aukist um 3,7 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×