Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu

Icelandair lækkaði flugið í dag.
Icelandair lækkaði flugið í dag.

Við lokun markaðarins í Kauphöllinni í dag stóð úrvalsvísitalan nánast í stað miðað við gærdaginn og var 4.687 stig. Markaðurinn opnaði þó ekki fyrr en kl. 12:30 vegna seinkunar sem átti sér einnig stað á hinum Norðurlöndunum í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.

Krónan veiktist um 1,16 prósent í dag. Mest viðskipti voru með hlutabréf Kaupthing Banka og var veltan rúmlega 907 milljónir.

Mesta lækkunin var á hlutabréfum Icelandair Group sem lækkuðu um 6,59 prósent. Lækkunin á bréfum í Teymi var 4,29 prósent, 1,95 prósent í Eimskipafélagi Íslands og 1,9 prósent í Eik Banka.

Century Aluminum Company hækkaði um 1,52 prósent og Spron um 0,64 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×