Staða banka vestra betri en óttast var Magnús Sveinn Helgason skrifar 23. júlí 2008 06:00 Hlutabréf bankans hækkuðu um 33 prósent í kjölfar betra árshlutauppgjörs en greiningardeildir bjuggust við. AFP/MARKAÐURINN Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum hafa hækkað mikið í kauphöllum vestanhafs í kjölfar árshlutauppgjöra sem eru betri en búist var við. Verð hlutabréfa í fjármálastofnunum og bönkum byrjaði að hríðfalla fyrir hálfum mánuði, en þá fréttist að ríkið kynni að þurfa að koma fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjargar. Gjaldþrot IndyMac-bankans 14. þessa mánaðar kynti enn frekar undir áhyggjur fjárfesta. Slæmt uppgjör U.S. Bancorp á þriðjudaginn jók enn á áhyggjur fjárfesta. Verðfallið náði hámarki á þriðjudaginn, en þá kynnti Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) nýjar reglur sem takmörkuðu skortsölu í nítján stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Fannie Mae, Freddie Mac, JP Morgan, Bank of America og Citigroup, en talið er að skortsalar hafi staðið að baki verðfalli síðustu vikna. Reglurnar tóku gildi á mánudaginn og munu líklega gilda í mánuð. Það vakti athygli að Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, var ekki á listanum. Wachovia hafði leitt verðfall bankafyrirtækja undanfarnar vikur, en fréttir hafa borist af því að alríkislögreglan og yfirvöld í Michigan-ríki séu að rannsaka undirmálslánadeild bankans. Á miðvikudag birti Wells Fargo árshlutauppgjör sem sýndi að tap bankans á fasteignabréfum var umtalsvert minna en greiningardeildir höfðu spáð fyrir, en bankinn er áberandi í fasteignalánum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfarið tóku hlutabréf fjármálafyrirtækja að stíga í verði. Á fimmtudag og föstudag birtu J.P. Morgan Chase og Citigroup sömuleiðis árshlutauppgjör sem sýndu mun betri afkomu en spáð hafði verið. Árshlutauppgjör Bank of America, sem fjallað var um í Fréttablaðinu á þriðjudag, var einnig betra en gert hafði verið ráð fyrir. Níu milljarða dollara tap Wachovia, sem birti árshlutauppgjör í gær, var hins vegar meira en greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Þegar blaðið fór í prentun hafði árshlutauppgjör Washington Mutual ekki verið birt. Bréf félagsins féllu lítillega í utanþingsviðskiptum. Í lok viðskipta á mánudag höfðu bréf í Bank of America hækkað um 54 prósent frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjármálavísitala Kauphallar New York, NYK.ID, hefur hækkað um 16 prósent frá því botninum var náð á þriðjudeginum fyrir viku.- msh Tengdar fréttir Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00 Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum hafa hækkað mikið í kauphöllum vestanhafs í kjölfar árshlutauppgjöra sem eru betri en búist var við. Verð hlutabréfa í fjármálastofnunum og bönkum byrjaði að hríðfalla fyrir hálfum mánuði, en þá fréttist að ríkið kynni að þurfa að koma fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjargar. Gjaldþrot IndyMac-bankans 14. þessa mánaðar kynti enn frekar undir áhyggjur fjárfesta. Slæmt uppgjör U.S. Bancorp á þriðjudaginn jók enn á áhyggjur fjárfesta. Verðfallið náði hámarki á þriðjudaginn, en þá kynnti Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) nýjar reglur sem takmörkuðu skortsölu í nítján stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Fannie Mae, Freddie Mac, JP Morgan, Bank of America og Citigroup, en talið er að skortsalar hafi staðið að baki verðfalli síðustu vikna. Reglurnar tóku gildi á mánudaginn og munu líklega gilda í mánuð. Það vakti athygli að Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, var ekki á listanum. Wachovia hafði leitt verðfall bankafyrirtækja undanfarnar vikur, en fréttir hafa borist af því að alríkislögreglan og yfirvöld í Michigan-ríki séu að rannsaka undirmálslánadeild bankans. Á miðvikudag birti Wells Fargo árshlutauppgjör sem sýndi að tap bankans á fasteignabréfum var umtalsvert minna en greiningardeildir höfðu spáð fyrir, en bankinn er áberandi í fasteignalánum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfarið tóku hlutabréf fjármálafyrirtækja að stíga í verði. Á fimmtudag og föstudag birtu J.P. Morgan Chase og Citigroup sömuleiðis árshlutauppgjör sem sýndu mun betri afkomu en spáð hafði verið. Árshlutauppgjör Bank of America, sem fjallað var um í Fréttablaðinu á þriðjudag, var einnig betra en gert hafði verið ráð fyrir. Níu milljarða dollara tap Wachovia, sem birti árshlutauppgjör í gær, var hins vegar meira en greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Þegar blaðið fór í prentun hafði árshlutauppgjör Washington Mutual ekki verið birt. Bréf félagsins féllu lítillega í utanþingsviðskiptum. Í lok viðskipta á mánudag höfðu bréf í Bank of America hækkað um 54 prósent frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjármálavísitala Kauphallar New York, NYK.ID, hefur hækkað um 16 prósent frá því botninum var náð á þriðjudeginum fyrir viku.- msh
Tengdar fréttir Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00 Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00