Staða banka vestra betri en óttast var Magnús Sveinn Helgason skrifar 23. júlí 2008 06:00 Hlutabréf bankans hækkuðu um 33 prósent í kjölfar betra árshlutauppgjörs en greiningardeildir bjuggust við. AFP/MARKAÐURINN Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum hafa hækkað mikið í kauphöllum vestanhafs í kjölfar árshlutauppgjöra sem eru betri en búist var við. Verð hlutabréfa í fjármálastofnunum og bönkum byrjaði að hríðfalla fyrir hálfum mánuði, en þá fréttist að ríkið kynni að þurfa að koma fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjargar. Gjaldþrot IndyMac-bankans 14. þessa mánaðar kynti enn frekar undir áhyggjur fjárfesta. Slæmt uppgjör U.S. Bancorp á þriðjudaginn jók enn á áhyggjur fjárfesta. Verðfallið náði hámarki á þriðjudaginn, en þá kynnti Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) nýjar reglur sem takmörkuðu skortsölu í nítján stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Fannie Mae, Freddie Mac, JP Morgan, Bank of America og Citigroup, en talið er að skortsalar hafi staðið að baki verðfalli síðustu vikna. Reglurnar tóku gildi á mánudaginn og munu líklega gilda í mánuð. Það vakti athygli að Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, var ekki á listanum. Wachovia hafði leitt verðfall bankafyrirtækja undanfarnar vikur, en fréttir hafa borist af því að alríkislögreglan og yfirvöld í Michigan-ríki séu að rannsaka undirmálslánadeild bankans. Á miðvikudag birti Wells Fargo árshlutauppgjör sem sýndi að tap bankans á fasteignabréfum var umtalsvert minna en greiningardeildir höfðu spáð fyrir, en bankinn er áberandi í fasteignalánum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfarið tóku hlutabréf fjármálafyrirtækja að stíga í verði. Á fimmtudag og föstudag birtu J.P. Morgan Chase og Citigroup sömuleiðis árshlutauppgjör sem sýndu mun betri afkomu en spáð hafði verið. Árshlutauppgjör Bank of America, sem fjallað var um í Fréttablaðinu á þriðjudag, var einnig betra en gert hafði verið ráð fyrir. Níu milljarða dollara tap Wachovia, sem birti árshlutauppgjör í gær, var hins vegar meira en greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Þegar blaðið fór í prentun hafði árshlutauppgjör Washington Mutual ekki verið birt. Bréf félagsins féllu lítillega í utanþingsviðskiptum. Í lok viðskipta á mánudag höfðu bréf í Bank of America hækkað um 54 prósent frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjármálavísitala Kauphallar New York, NYK.ID, hefur hækkað um 16 prósent frá því botninum var náð á þriðjudeginum fyrir viku.- msh Tengdar fréttir Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum hafa hækkað mikið í kauphöllum vestanhafs í kjölfar árshlutauppgjöra sem eru betri en búist var við. Verð hlutabréfa í fjármálastofnunum og bönkum byrjaði að hríðfalla fyrir hálfum mánuði, en þá fréttist að ríkið kynni að þurfa að koma fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjargar. Gjaldþrot IndyMac-bankans 14. þessa mánaðar kynti enn frekar undir áhyggjur fjárfesta. Slæmt uppgjör U.S. Bancorp á þriðjudaginn jók enn á áhyggjur fjárfesta. Verðfallið náði hámarki á þriðjudaginn, en þá kynnti Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) nýjar reglur sem takmörkuðu skortsölu í nítján stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Fannie Mae, Freddie Mac, JP Morgan, Bank of America og Citigroup, en talið er að skortsalar hafi staðið að baki verðfalli síðustu vikna. Reglurnar tóku gildi á mánudaginn og munu líklega gilda í mánuð. Það vakti athygli að Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, var ekki á listanum. Wachovia hafði leitt verðfall bankafyrirtækja undanfarnar vikur, en fréttir hafa borist af því að alríkislögreglan og yfirvöld í Michigan-ríki séu að rannsaka undirmálslánadeild bankans. Á miðvikudag birti Wells Fargo árshlutauppgjör sem sýndi að tap bankans á fasteignabréfum var umtalsvert minna en greiningardeildir höfðu spáð fyrir, en bankinn er áberandi í fasteignalánum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfarið tóku hlutabréf fjármálafyrirtækja að stíga í verði. Á fimmtudag og föstudag birtu J.P. Morgan Chase og Citigroup sömuleiðis árshlutauppgjör sem sýndu mun betri afkomu en spáð hafði verið. Árshlutauppgjör Bank of America, sem fjallað var um í Fréttablaðinu á þriðjudag, var einnig betra en gert hafði verið ráð fyrir. Níu milljarða dollara tap Wachovia, sem birti árshlutauppgjör í gær, var hins vegar meira en greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Þegar blaðið fór í prentun hafði árshlutauppgjör Washington Mutual ekki verið birt. Bréf félagsins féllu lítillega í utanþingsviðskiptum. Í lok viðskipta á mánudag höfðu bréf í Bank of America hækkað um 54 prósent frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjármálavísitala Kauphallar New York, NYK.ID, hefur hækkað um 16 prósent frá því botninum var náð á þriðjudeginum fyrir viku.- msh
Tengdar fréttir Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs. 23. júlí 2008 06:00