Dæmdir fyrir tugmilljarðasvik sýndarfyrirtækis Atli Steinn Guðmundsson skrifar 6. júní 2008 11:24 MYND/AP Málmiðnaðarjöfurinn Viren Rastogi hlaut í morgun níu og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjársvik sem nema um 500 milljónum punda, jafnvirði 75 milljarða króna. Rastogi, sem er einn af ríkustu mönnum Lundúna og var eitt sinn meðal tíu ríkustu Breta af asískum uppruna, sveik peningana út úr breskum bönkum auk Westdeutsche Landesbank og fleiri banka víða um heim. Ásamt Rastogi voru dæmdir Anand Jain og Gautam Majumdar, samstjórnendur hans í málmiðnaðarfyrirtækinu RBG Resources and Allied Deals, og hlutu þeir átta og hálfs og sjö og hálfs árs dóma. Svik RBG voru mjög umfangsmikil en um tíma leit út fyrir að starfsemi fyrirtækisins væri mun víðfeðmari en í raun var og stórir viðskiptavinir þess um allan heim skiptu hundruðum. Raunar voru fæstir þeirra þó til. Í skjóli þessa fengu Rastogi og félagar hans milljarðafyrirgreiðslur í fjölda banka en svikamyllan hrundi síðla árs 2001 þegar einn svikaranna símsendi fyrir mistök fjölda falsaðra bréfa til endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers sem annaðist endurskoðun RBG. PricewaterhouseCoopers sögðu þegar upp samstarfinu við RBG og sendu bresku kauphöllinni tilkynningu um málið. Hófst þá umfangsmikil rannsókn sem lauk með sakfellingunni í morgun. Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Málmiðnaðarjöfurinn Viren Rastogi hlaut í morgun níu og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjársvik sem nema um 500 milljónum punda, jafnvirði 75 milljarða króna. Rastogi, sem er einn af ríkustu mönnum Lundúna og var eitt sinn meðal tíu ríkustu Breta af asískum uppruna, sveik peningana út úr breskum bönkum auk Westdeutsche Landesbank og fleiri banka víða um heim. Ásamt Rastogi voru dæmdir Anand Jain og Gautam Majumdar, samstjórnendur hans í málmiðnaðarfyrirtækinu RBG Resources and Allied Deals, og hlutu þeir átta og hálfs og sjö og hálfs árs dóma. Svik RBG voru mjög umfangsmikil en um tíma leit út fyrir að starfsemi fyrirtækisins væri mun víðfeðmari en í raun var og stórir viðskiptavinir þess um allan heim skiptu hundruðum. Raunar voru fæstir þeirra þó til. Í skjóli þessa fengu Rastogi og félagar hans milljarðafyrirgreiðslur í fjölda banka en svikamyllan hrundi síðla árs 2001 þegar einn svikaranna símsendi fyrir mistök fjölda falsaðra bréfa til endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers sem annaðist endurskoðun RBG. PricewaterhouseCoopers sögðu þegar upp samstarfinu við RBG og sendu bresku kauphöllinni tilkynningu um málið. Hófst þá umfangsmikil rannsókn sem lauk með sakfellingunni í morgun.
Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira