Viðskipti erlent

Fasteignasjóðum í Bandaríkjunum bjargað frá þroti

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gefið út yfirlýsingu um að tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins verði komið til aðstoðar. Bæði ríkissjóður landsins og seðlabanki munu koma að málinu.

Sjóðir þessir, Freddie Mac og Fannie Mae, standa á bakvið rúmlega helming af öllum útlánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum. Miklar áhyggjur hafa verið af fjárhagsstöðu þeirra og talið að gjaldþrot blasi við báðum sjóðunum.

Henry Poulsen fjármálaráðherra Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í gærdag um að báðum sjóðunum yrði komið til aðstoðar. Sú aðstoð kemur sjóðum Freddie Mac til góða strax í dag en þá þarf sjóðurinn á nær 250 milljörðum króna að halda til að endurfjármagna sig. Fyrir utan yfirlýsingu Poulsen hefur Seðlabanki Bandaríkjanna ákveðið að veita báðum sjóðunum aðgang að ótakmörkuðu lánsfé á venjulegum bankavöxtum.

Kreppan á bandaríska fasteignamarkaðinum nú er talin sú versta í 25 ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×