Viðskipti erlent

Iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu dregst saman

Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 1,9% í maí frá fyrri mánuði á evrusvæðinu samkvæmt tölum sem evrópska hagstofan birti í morgun en mest dróst framleiðslan saman í Þýskalandi og Frakklandi, tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta sé mesti samdráttur iðnaðarframleiðslu sem orðið hefur á einum mánuði frá því í desember 1992.

Samdráttur frá sama mánuði í fyrra var 0,6% og er það í fyrsta skipti í 3 ár sem iðnaðarframleiðsla dregst saman á milli ára. Tölurnar sýna þannig viðkvæma stöðu framleiðslugeirans á evrusvæðinu.

Styrking evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum undanfarin misseri spilar þar stórt hlutverk en hækkun gengis hennar dregur úr samkeppnishæfni útflytjenda.

Á sama tíma hefur dregið úr eftirspurn neytenda og aðgengi að lánsfé orðið takmarkaðra, sem hefur einnig sitt að segja








Fleiri fréttir

Sjá meira


×