SPRON og Kaupþing í viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. maí 2008 06:00 SPRON hringt inn í Kauphöll Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq/OMX Kauphallar Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, fagna hér skráningu sparisjóðsins í Kauphöllina í fyrrahaust. Fréttablaðið/GVA Kaupþing banki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær er gert ráð fyrir fjórum vikum í viðræðurnar. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir frumkvæðið alfarið hafa verið Kaupþings. „Þetta átti sér engan aðdraganda af okkar hálfu,“ segir hann, en stjórn barst í gær stutt bréf þar sem óskað var eftir viðræðunum. Væntingar til viðræðnanna eða niðurstöðu þeirra var ekki að finna í bréfinu. Stjórn eða stjórnendur SPRON segir Guðmundur ekki hafa verið með vangaveltur um sameiningu við annað fjármálafyrirtæki og langt sé síðan slíkar vangaveltur hafi síðast verið uppi. „Við þurfum að fara aftur til ársins 2003, þá voru viðræður milli þessara tveggja fyrirtækja, en þeim var hætt í ársbyrjun 2004 eftir að lögum hafði verið breytt. En nú hefur vitanlega markaðurinn og aðstæður breyst mikið og fjármagnsaðstæður þróast,“ bendir hann á og segir menn nú telja að ávinningur kunni að vera af því að taka þessar viðræður upp aftur. „En þær eru ekki hafnar. Menn hafa samþykkt það eitt að setjast niður.“ Þó svo að lög um sparisjóði gildi um SPRON og takmarki meðal annars atkvæðavægi hluthafa segir Guðmundur það ekki trufla mögulegan samruna sjóðsins við annað félag. „Ef meirihluti hluthafa samþykkir á fundi að sameinast öðrum þá er það hægt,“ segir hann, en viðurkennir um leið að ef til vill væri í ljósi stærðarhlutfalla nær að tala um yfirtöku Kaupþings á sparisjóðnum. „En hitt er annað mál að Kaupþing er fyrst og fremst stórt utan Íslands og á þessu svæði sem við störfum erum við með ágæta markaðshlutdeild. Mikil verðmæti eru því fólgin í SPRON, bæði starfsfólkinu og samskiptum þess við viðskiptavini sem eru rómuð. Ég gef mér því að menn séu fyrst og fremst að leita leiða til að auka verðmæti þess hlutafjár sem er í fyrirtækjunum. Þá hagsmuni, sem og hagsmuni starfsmanna og viðskiptamanna, hljótum við að þurfa að hafa að leiðarljósi í viðræðunum.“ Hver sem niðurstaða viðræðnanna verður er ljóst að sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna, að því er áréttað er í kauphallartilkynningu um viðræðurnar. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Kaupþing banki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær er gert ráð fyrir fjórum vikum í viðræðurnar. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir frumkvæðið alfarið hafa verið Kaupþings. „Þetta átti sér engan aðdraganda af okkar hálfu,“ segir hann, en stjórn barst í gær stutt bréf þar sem óskað var eftir viðræðunum. Væntingar til viðræðnanna eða niðurstöðu þeirra var ekki að finna í bréfinu. Stjórn eða stjórnendur SPRON segir Guðmundur ekki hafa verið með vangaveltur um sameiningu við annað fjármálafyrirtæki og langt sé síðan slíkar vangaveltur hafi síðast verið uppi. „Við þurfum að fara aftur til ársins 2003, þá voru viðræður milli þessara tveggja fyrirtækja, en þeim var hætt í ársbyrjun 2004 eftir að lögum hafði verið breytt. En nú hefur vitanlega markaðurinn og aðstæður breyst mikið og fjármagnsaðstæður þróast,“ bendir hann á og segir menn nú telja að ávinningur kunni að vera af því að taka þessar viðræður upp aftur. „En þær eru ekki hafnar. Menn hafa samþykkt það eitt að setjast niður.“ Þó svo að lög um sparisjóði gildi um SPRON og takmarki meðal annars atkvæðavægi hluthafa segir Guðmundur það ekki trufla mögulegan samruna sjóðsins við annað félag. „Ef meirihluti hluthafa samþykkir á fundi að sameinast öðrum þá er það hægt,“ segir hann, en viðurkennir um leið að ef til vill væri í ljósi stærðarhlutfalla nær að tala um yfirtöku Kaupþings á sparisjóðnum. „En hitt er annað mál að Kaupþing er fyrst og fremst stórt utan Íslands og á þessu svæði sem við störfum erum við með ágæta markaðshlutdeild. Mikil verðmæti eru því fólgin í SPRON, bæði starfsfólkinu og samskiptum þess við viðskiptavini sem eru rómuð. Ég gef mér því að menn séu fyrst og fremst að leita leiða til að auka verðmæti þess hlutafjár sem er í fyrirtækjunum. Þá hagsmuni, sem og hagsmuni starfsmanna og viðskiptamanna, hljótum við að þurfa að hafa að leiðarljósi í viðræðunum.“ Hver sem niðurstaða viðræðnanna verður er ljóst að sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna, að því er áréttað er í kauphallartilkynningu um viðræðurnar.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent