Viðskipti innlent

Tveggja prósenta raunlækkun á innlendri kortaveltu

MYND/Heiða

Samanlögð greiðslukortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins jókst um 5,6 prósent á milli ára samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands.

Kreditkortaveltan reyndist nærri tólf prósentum meiri á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra en debetkortaveltan dróst hins vegar saman um 0,6 prósent. Á fyrri helmingi ársins hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um nærri átta prósent en það veldur því að 2,2 prósenta raunlækkun varð á innlendri greiðslukortaveltu.

Enn fremur sýna Hagvísarnir að nýkráningum bíla á fyrstu sjö mánuði ársins hafi fækkað um rúm 22 prósent frá sama tíma í fyrra. Alls voru tæplega 10.500 bílar nýskráðir frá janúar til júlí á þessu ári. Síðastliðna 12 mánuði, til loka júlí, voru nýskráningar bíla tæplega 19.600 en það er nærri fjögurra prósenta samdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×