Viðskipti innlent

Matsfyrirtækin hrella íslensku bankana

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Breska fjármálafyrirtækið Euroweek tekur upp hanskann fyrir íslensku bankana í harðorðri grein sem birtist í blaðinu í gær. Þar eru matsfyrirtæki á borð við Standard & Poors' og Moody's harðlega gagnrýnd fyrir að breyta sífellt viðmiðum sínum þegar tekin er ákvörðun um lánshæfismat fyrir bankana. Þannig skipti engu hvað bankarnir geri til þess að lagfæra lánshæfismatið, matsfyrirtækin finni bara aðrar ástæður til að lækka enn frekar eða halda í horfinu.

Blaðið tekur dæmi af ákvörðun S&P frá því á mánudag þegar fyrirtækið ákvað að viðhalda breyta ekki BBB+ mati sínu a Glitni, þrátt fyrir að bankanum hafi tekist að halda áfram að fjármagna sig þrátt fyrir slæmt ástand á mörkuðum undanfarið. Slæm lausafjárstaða var að mati S&P ein helsta ástæðan fyrir BBB+ einkunn á sínum tíma.

Í mati sínu á mánudag viðurkennir matsfyrirtækið að Glitnir hafi lagað lausafjárstöðu sína og segir raunar að nú komi það bankanum illa og að lausafjárstaðan sé í raun of góð því það geti reynst bankanum erfitt að viðhalda henni og fjármagna sig enn frekar.

Þannig líkir Euroweek bankanum við Tantalus í grísku goðsögunni sem var dæmdur til að teyja sig að eilífu eftir ávöxtunum án þess nokkurn tímann að ná til þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×