Viðskipti innlent

Kaupa bréf í Kaupþingi fyrir hálfan milljarð

Kaupþing seldi í dag Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni félagsins, rúmlega 1,6 milljónir hluta í bankanum á genginu 303 krónur.

Voru þeir að nýta kauprétt sinn þar eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Kaupverðið nemur um 490 milljónum króna. Gengi hluta í Kaupþingi í lok dags var 707 krónur sem þýðir að verðmæti hlutanna sem Sigurður og Hreiðar keyptu var ríflega 1,1 milljarður króna. Þetta þýðir að ef þeir seldu hlutina nú högnuðust þeir samanlagt um rúmlega 600 milljónir króna.

Eftir viðskiptin á Hreiðar Már kauprétt að 2,4 milljónum hluta en aðilar tengdir honum eiga 8,1 milljón hluta í bankanum. Sigurður Einarsson á tæplega níu milljónir hluta í Kaupþingi eftir viðskiptin í dag og á enn fremur kauprétt að 2,4 milljónum hluta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×