Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu 6. ágúst 2008 00:01 Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM), segir að fall Existu hafi átt mikinn þátt í erfiðleikum SPM. Markaðurinn/Pjetur „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður. Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
„Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður.
Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira