Viðskipti innlent

Hagnaður Føroya Banka 340 milljónir á fyrri hluta árs

Hagnaður Føroya Banka, sem skráður er í Kauphöll Íslands, nam 21 milljón danskra króna, jafnvirði um 340 milljóna íslenskra króna, eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri sem sent var Kauphöllinni í dag.

Hagnaðurinn er einungis fjórðungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra en þá reyndist hann 84 milljónir danskra króna. Segir í tilkynningu Føroya Banka að minni hagnað megi rekja til taps á hlutabréfaviðskiptum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×