Viðskipti innlent

Miklar sveiflur á gengi krónunnar

Millar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar undanfarnar vikur. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu.

Í gær styrktist krónan um 3,77% í miklum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði en veltan var með mesta móti og nam 68 milljörðum kr. Styrkingin í gær batt jafnfram enda á 13 daga veikingarhrinu þar sem krónan veiktist um rúmlega 8%, en það sem af er júlímánuði hafa miklar hreyfingar verið á gengi krónunnar.

Greiningin segir að erfitt sé að benda á skýra ástæðu fyrir styrkingu krónunnar í gær en algengt er að veiking gangi að hluta til baka með þessu hætti.

Þeir fjárfestar sem taka stöðu gegn krónu njóta ekki vaxtamunar og því kann nokkur styggð að koma að þeim þegar lát verður á lækkunarferli krónu, sem gæti hafa blásið meiri byr í segl styrkingarinnar í gær.

Auk þess er ekki hægt að útiloka að uppgjör Landsbankans sem birt var í gærmorgun hafi gefið tilefni til bjartsýni og veitt krónunni stuðning.

Krónan styrktist aftur við opnun markaðarins í morgun. Undir hádegið hafði sú styrking þó gengið að mestu til baka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×