Innlent

Halldóra Eldjárn látin

Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, lést í gær. Hún fæddist 24. nóvember 1923 á Ísafirði og ólst þar upp, elst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigríður Jónasdóttir, húsmóðir, og Ingólfur Árnason, verslunarmaður og framkvæmdastjóri.

Að loknu gagnfræðanámi á Ísafirði hóf hún nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi 1942. Halldóra fékkst síðan við skrifstofustörf í Reykjavík uns hún giftist Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði 1947. Þau hófu búskap í Reykjavík og eignuðust fjögur börn.

Kristján var kjörinn forseti Íslands 1968 og gegndi því embætti í þrjú kjörtímabil eða til 1980. Kristján lést árið 1982. Eftir það starfaði Halldóra í nokkur ár hjá Orðabók háskólans. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur vottað fjölskyldu Halldóru samúð sína og Dorritar, þar sem hann segir meðal annars. „Með hógværð sinni og alúð markaði hún djúp spor í sögu hins unga lýðveldis. Fólkið í landinu hugsaði ætið til hennar með hlýju og þakklæti."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×