Viðskipti innlent

Samið í 1000 metra hæð

Það var fagnað á Múlakollu í dag.
Það var fagnað á Múlakollu í dag. Mynd/ Bjarkey Gunnarsdóttir.

Sparisjóður Ólafsfjarðar og Creditinfo Ísland boðuðu til blaðamannafundar í 984 metra hæð uppá Múlakollu í Ólafsfirði í dag. Þar var skrifað undir samning um að Sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir Creditinfo.

„Lagt var af stað frá gamla Múlaveginum ofan við Brimnes, á snjóstroðara og snjósleðum. Þegar upp var komið rituðu Jónas Björnsson, sparisjóðsstjóri, og Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Creditinfo Ísland undir samninginn, sem áætlað er að skapi 2-4 ný störf í Sparisjóði Ólafsfjarðar. Þá kemur til greina, að Sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtæki Creditinfo Group erlendis," segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×