Viðskipti innlent

Straumur tapaði á að veðja á vaxtabreytingar

Ástæðan fyrir taprekstrinum hjá Straumi-Burðarás á öðrum ársfjórðungi var tap vegna stöðutöku í skuldabréfum og afleiðum. Straumur veðjaði á vaxtabreytingar á evrusvæðinu og í Bretlandi og tapaði stórt á því.

Í umfjöllun greiningar Landsbankans um uppgjör Straums er vikið að þessari stöðutöku. Þar segir að tapið nemi um 6 milljörðum kr.

"Forsendur þessara fjárfestinga brustu skyndilega um miðjan síðasta fjórðung og var þá hafist handa við að selja þessar eignir og losa um skuldir," segir í Vegvísi greiningarinar. "Við það fóru 1,8 milljarðar evra úr bókum félagsins á öðrum ársfjórðungi, eftir stóð þó um 400 milljón evra eign sem seld var í júlí."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×