Erlent

Zapatero ætlar ekki að taka upp viðræður við ETA

Jose Zapatero
Jose Zapatero

Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans sé ekki lengur reiðubúin til þess að ræða við ETA, aðskilnaðarsamtök Baska.

Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Zapatero sem birt var í dagblaðinu El Pais um helgina.

"Viðræðurnar við ETA hafa reynst árangurslausar. Það sést á því hvað ETA hefur verið að gera undanfarið," var á meðal þess sem Zapatero sagði um málið í viðtalinu.

Í mars 2006 lýsti ETA yfir vopnahléi en snéri sér aftur að ofbeldi níu mánuðum síðar með því að myrða tvo með bílasprengju í Madrid.

ETA samtökin eru sögð ábyrgð fyrir dauða meira en 825 manna síðan 1968 en samtökin berjst fyrir sjálfstæði baskahéraða.

Eftir sprengjuárásinu í Madríd hafa spænsk stjórnvöld hert aðgerðir sínar gegn samtökunum og handtekið meðlimi samtakanna og leyst upp tvö stjórnmálaflokka sem þeim hliðhollir.

Í viðtalinu við El Pais undistrstikaði Zapatero svo að það sé ekki á döfinni að taka upp viðræður á ný við ETA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×