Viðskipti innlent

Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag

Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti.

Hæsta kauptilboð í dag nam 183 kr. fyrir evruna sem er lítillega yfir opinberu gengi SÍ upp á tæpa 181 kr. fyrir evruna. Lægsta sölutilboðið nam 177,5 kr. fyrir evruna í dag.

Er uppboðin hófust í miðjum október og 25 milljónir evra seldust var hæsta kauptilboðið upp á 160 kr. og hæsta sölutilboðið upp á 149,5 kr..

Athyglisvert er að á þeim 29 dögum sem uppboðin hafa staðið hefur eru aðeins á fimm dagar þar sem öllum kaup- og sölutilboðum hefur verið tekið. Á öðrum dögum er skráð að ekki hafi öllum kaup- og sölutilboðum verið tekið.

Þá var einn dagur, 11. nóvember s.l. þar sem engin viðskipti urðu á uppboðinu það er engum tilboðum var tekið en þann dag var hæsta kauptilboð 170 kr. og hæsta sölutilboð 172 kr..

Á fyrstu fjórum dögunum sem uppboðin voru haldin seldust rúmlega 84 milljónir evra. Á síðustu fjórum dögum hefur salan hinsvegar numið 15,5 milljónum evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×