Viðskipti erlent

Vaskur lækkaður í Bretlandi.

Fastlega er búist við að virðisaukaskattur verði lækkaður í Bretlandi um tvö og hálft prósentustig á næstunni niður í fimmtán prósent. Þetta mun vera liður í aðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilum og fyrirtækjum vegna efnahagskreppunnar.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en heimildir þess herma að þetta sé liður í neyðaráætlun sem verði kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi í breska þinginu á morgun. Óvíst mun þó hvort lækkunin tæki gildi fyrir áramót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×