Viðskipti innlent

Hlutir í Moss Bros hrapa eftir að Baugur hættir við kaup

Hlutabréf í Moss Bros hafa hrapað um 16% í morgun eftir að Baugur sendi frá sér tilkynningu um að félagið væri hætt við áformuð 40 milljón punda kaup sín á Moss Bros.

Samkvæmt tilkynningunni telur Baugur að kaupin nú séu of áhættusöm fyrir félagið eftir að töluverðar breytingar hafa orðið í hluthafahópi Moss Bros. Haft er eftir Gunnari Sigurðssyni forstjóra Baugs í blaðinu The Times að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þróunina hjá Moss Bros á síðustu vikum og að sú þróun hafi hindrað Baug í að kaupa Moss bros.

Gunnar segir síðan að Baugur muni áfram styðja við stjórn Moss Bros og hjálpa til við að ná því besta úr rekstrinum. Baugur á eftir sem áður um 29% hlut í Moss Bros.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×