Íslenski boltinn

Ondo fær leikheimild með Grindavík 15. júlí

Elvar Geir Magnússon skrifar
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm

Sóknarmaðurinn Gilles Mbang Ondo frá Gabon mun fá leikheimild með Grindavík þann 15. júlí. Ondo kom til liðsins fyrir tímabilið en fékk ekki félagaskipti samþykkt frá sínu fyrra félagi.

Ondo lék síðast með SC Eisenstadt í Austurríki sem var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun maí. Ondo er 23 ára gamall og lék áður með Auxerre í Frakklandi. Hann á að baki tvo A-landsleiki með Gabon og hefur skorað í þeim eitt mark.

Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavík, sagði í viðtali við Fótbolti.net að félagaskiptin hafi loks verið samþykkt og því muni Ongo verða löglegur þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.

Þá mun Grétar Hjartarson einnig fá leikheimild með Grindavík. Félagið hefur þó ekki áhuga á að fá Sinisa Kekic aftur til liðsins að sögn Ingvars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×