Erlent

Kenýa hvetur Afríkubandalagið til að reka Mugabe

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fær óblíðar mótttökur á fundi Afríkubandalagsins.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, fær óblíðar mótttökur á fundi Afríkubandalagsins.

Raila Odinga, forsætisráðherra Kenýa, hefur hvatt Afríkubandalagið til þess að víkja Robert Mugabe, forseta Simbabve, úr bandalaginu þangað til hann leyfir frjálsar og sanngjarnar kosningar þar í landi. Að áliti Odinga ætti bandalagið einnig að senda friðargæslusveitir til landsins til þess að stuðla að frjálsum kosningum.

Talið er að viðbrögð Afríkubandalagsins við ástandinu í Simbabve muni hafa úrslitaáhrif um hvort bandalagið eigi eftir að reynast áhrifamikið. Odinga telur að Afríkubandalagið myndi setja slæmt fordæmi ef það samþykkti Mugabe sem réttkjörinn forseta.

Mugabe var settur aftur í embætti forseta Simbabve í gær en hann var einn í framboði á föstudaginn eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, dró sig úr kosningabaráttunni vegna ofbeldis fyrir kosningar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×