Viðskipti innlent

Starfsmönnum Spron sagt upp störfum

Höfuðstöðvar Spron
Höfuðstöðvar Spron

Nokkrum starfsmönnum Spron var sagt upp störfum í fyrradag að sögn Jónu Ann Pétursdóttir upplýsingafulltrúa bankans. Uppsagnirnar tengjast ekki sameiningu bankans við Kaupþing sem tilkynnt var um í gær. Ekki er von á fleiri uppsögnum á næstunni. „Maður á samt aldrei að segja aldrei.“

Heimildir Vísis herma að 5-10 starfsmönnum hafi verið sagt upp en Jóna er ekki með neina nákvæma tölu. Hún segir að um hagræðingaaðgerðir sé að ræða í tengslum við ástandið á markaðnum.

 

„Þetta tengist ekki þessari sameiningu. Staðan á markaðnum er ekkert öðruvísi hjá okkur en öðrum," segir Jóna sem segir fleiri uppsagnir ekki vera á döfinni hjá bankanum.

„Það er erfitt að segja til um það eins og ástandið er. Maður á samt aldrei að segja aldrei, en það er ekkert í spilunum í augnablikinu."


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×