Viðskipti innlent

Segjast ekki hafa fært fé frá Bretlandi heldur þvert á móti

Landsbankinn færði ekki fjármuni frá útibúum sínum í Lundúnum í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir bankann heldur færði fé til útbús í Bretlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Í henni segir að vegna umræðu í fjölmiðlum um fjármagnsflutninga milli dótturfélaga og móðurfélaga í aðdraganda þess að íslensk fjármálafyrirtæki leituðu til Fjármálaeftirlitsins vilji Landsbankinn taka fram að engar slíkar færslur hafi átt sér stað á milli Heritable Bank og Landsbankans. Bankinn hafi verið að fullu fjármagnaður.

Þá hafi engar færslur verið frá útibúi Landsbankans í London til móðurfélagsins á Íslandi. „Á umræddu tímabili, þvert á móti færði Landsbankinn verulega fjármuni til útibúsins í Bretlandi þessa daga til að standa við skuldbindingar Icesave," segir í tilkynningunni. Því eigi umræða um þetta efni og ummæli breskra ráðamanna að engu leyti við um Landsbankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×