Viðskipti innlent

Hagnaður Straums nam 2,6 milljörðum kr.

Hagnaður Straums-Burðarás á fyrsta ársfjórðungi nam 22,3 milljónum evra eða tæpum 2,6 milljörðum króna.

Er þetta mun betri útkoma en á sama tímabili í fyrra þegar 600.000 evra tap varð á rekstrinum.

William Fall forstjóri Straums segir í tilkynningu um uppgjörið að banka hvarvetna búi við erfiðari skilyrði en nokkru sinni fyrr. Því sé það gleðiefni að hafa náð meiri hagnaði nú en á síðustu tveimur ársfjórðungum í fyrra.

"Í því sambandi er þýðingarmikið að tekist hefur að halda við tekjum af þjónustu við viðskiptavini, sem námu 82% af rekstrartekjum á ársfjórðungnum og fela í sér stöðugan tekjustofn við aðstæður sem hlutu að koma niður á tekjum af eigin viðskiptum," segir William Fall.

"Fjárhagsstaða bankans er einnig traust; eiginfjárhlutfallið er 21,4%, framlag á afskriftarreikning 1,71%, lausafjárstaðan traust, skuldsetning mjög hófleg og fjármögnunargrunnurinn breiður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×