Erlent

Hvolpum bjargað úr hundaprísund

Hundaræktunarbúið lyktaði af "þvagi, rotnun og dauða," segir á vefmiðlinum Miami Herald.
Hundaræktunarbúið lyktaði af "þvagi, rotnun og dauða," segir á vefmiðlinum Miami Herald.
Meira en hundrað hvolpum var bjargað úr hundaræktunarbúi í Flórída í morgun. Hundarnir voru í slæmu ásigkomulagi eftir að hafa verið lokaðir margir saman, í litlum búrum, alla ævi.

Hundaræktunarbúið lyktaði af "þvagi, rotnun og dauða," segir á vefmiðlinum Miami Herald sem fjallar um málið í dag. Fyrir utan um 700 hunda var köttum, hestum, páfagaukum og hænum bjargað úr búinu. Hvolparnir biðu þessa að vera seldir á internetinu en talið er að dýrabúðir hafi staðið fyrir svikamyllunni.

Tilvonandi eigendum var ekki greint frá þeim aðstæðum sem dýrin bjuggu við.

Cherie Wachter starfar hjá mannréttindafélagi í sýslunni. Hann segir að sumir hundanna hafi aldrei verið baðaðir eða séð dagsljósið. Cherie segir að dýraspítalar og skýli séu nú yfirfull af hundum. „Við höfum þurft að setja þá tvo eða þrjá saman í búrin. Þetta er samt hótel miðað við fyrrverandi hýbýli þeirra.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×