Viðskipti innlent

Landsbanki Kepler skorar hátt í skoðanakönnun

Sigurjón Þ. Árnason er annar af tveimur bankastjórum Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason er annar af tveimur bankastjórum Landsbankans.

Landsbanki Kepler, dótturfyrirtæki Landsbankans og starfar á meginlandi Evrópu, er í efstu sætum í mörgum lykilflokkum í skoðanakönnun Thomson Extel 2008. Niðurstöðurnar lýsa sérfræðiáliti rúmlega 7.500 fagfjárfesta frá 63 löndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum sem telur könnunina vera víðtækasta mat verðbréfamiðlunar í Evrópu.

Landsbanki Kepler var í efstu sætum í greiningu í þeim sex löndum þar sem hann annast hlutabréfagreiningu. Bankinn var í fyrsta sæti fyrir greiningu á Sviss, því fjórða fyrir Spán og fimmta fyrir hlutabréfagreiningu í Þýskalandi.

„Það er frábær árangur að hafa hlotið þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi greiningar starfsfólks okkar og góða þjónustu um alla Evrópu. Þessi verðlaun undirstrika sérfræðiþekkingu okkar og mikinn vöxt í hlutabréfagreiningum á meginlandi Evrópu, þar á meðal á litlum og meðalstórum fyrirtækjum," er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×