Álútflutningur mildar högg af háu eldsneytisverði 30. júní 2008 11:33 MYND/GVA Greiningardeild Glitnis segir að höggið af háu innflutningverði á eldsneyti sé mildað af áhrifum hás orkuverðs á útflutningstekjur á áli. Þetta kemur fram í Morgunkorni dagsins þar sem fjallað er um minnkandi vöruskiptahalla. Samkvæmt tölum Hagstofunnar reyndist hann aðeins hálfur milljarður í maí sem er minnsti halli á einum mánuði það sem af er ári. Greiningardeild Glitnis segir að stóraukin álframleiðsla endurspeglist loks í útflutningstekjum en verðmæti álútflutnings nam tæpum 18 milljörðum í maí. Þetta er annar mánuður þessa árs þar sem álið skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn. „Miðað við framleiðslugetu og heimsmarkaðsverð á áli er líklegt að verðmæti álútflutnings það sem eftir lifir árs verði á líkum nótum og í maí. Útlit er fyrir að verð á áli haldist hátt, m.a. vegna hækkandi orkuverðs. Þar sem álvinnsla hér á landi er í raun leið okkar til að flytja út óbeint okkar endurnýjanlegu orku má segja að höggið af háu innflutningsverði eldsneytis sé þannig mildað af áhrifum hás orkuverðs á útflutningstekjur af áli," segir í Morgunkorninu. Þá bendir greiningardeildin á að innlend eftirspurn dagist mikið saman samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þannig hafi um 40 prósenta samdráttur orðið í innflutningi einkabifreiða frá árinu áður, reiknað á föstu gengi, og verulegur samdráttur hafi einnig orðið í innflutningi varanlegra neysluvara milli ára, sem og í innfluttum fjárfestingarvörum. „Á móti kemur að verðmæti innfluttrar mat- og drykkjarvara jókst um ríflega fjórðung á milli ára á föstu gengi, og svipuð aukning varð á innflutningsverðmæti eldsneytis. Hér vegur þungt mikil hækkun hrávöru- og orkuverðs á alþjóðamörkuðum," segir í Morgunkorninu. Þá segir bankinn að vatnaskil séu að verða í viðskiptum með vöru og þjónustu við útlönd og að tímar mikils halla á slíkum viðskiptum séu nú að baki í bili. Þar leggist á eitt stóraukin framleiðslugeta álvera, hátt verð okkar helstu útflutningsvara á alþjóðamörkuðum og snarpur samdráttur í innlendri eftirspurn vegna versnandi efnahagshorfa ásamt gengisþróun sem að öðru jöfnu ætti að bæta samkeppnisstöðu útflutningsgreina og draga úr eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greiningardeild Glitnis segir að höggið af háu innflutningverði á eldsneyti sé mildað af áhrifum hás orkuverðs á útflutningstekjur á áli. Þetta kemur fram í Morgunkorni dagsins þar sem fjallað er um minnkandi vöruskiptahalla. Samkvæmt tölum Hagstofunnar reyndist hann aðeins hálfur milljarður í maí sem er minnsti halli á einum mánuði það sem af er ári. Greiningardeild Glitnis segir að stóraukin álframleiðsla endurspeglist loks í útflutningstekjum en verðmæti álútflutnings nam tæpum 18 milljörðum í maí. Þetta er annar mánuður þessa árs þar sem álið skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn. „Miðað við framleiðslugetu og heimsmarkaðsverð á áli er líklegt að verðmæti álútflutnings það sem eftir lifir árs verði á líkum nótum og í maí. Útlit er fyrir að verð á áli haldist hátt, m.a. vegna hækkandi orkuverðs. Þar sem álvinnsla hér á landi er í raun leið okkar til að flytja út óbeint okkar endurnýjanlegu orku má segja að höggið af háu innflutningsverði eldsneytis sé þannig mildað af áhrifum hás orkuverðs á útflutningstekjur af áli," segir í Morgunkorninu. Þá bendir greiningardeildin á að innlend eftirspurn dagist mikið saman samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þannig hafi um 40 prósenta samdráttur orðið í innflutningi einkabifreiða frá árinu áður, reiknað á föstu gengi, og verulegur samdráttur hafi einnig orðið í innflutningi varanlegra neysluvara milli ára, sem og í innfluttum fjárfestingarvörum. „Á móti kemur að verðmæti innfluttrar mat- og drykkjarvara jókst um ríflega fjórðung á milli ára á föstu gengi, og svipuð aukning varð á innflutningsverðmæti eldsneytis. Hér vegur þungt mikil hækkun hrávöru- og orkuverðs á alþjóðamörkuðum," segir í Morgunkorninu. Þá segir bankinn að vatnaskil séu að verða í viðskiptum með vöru og þjónustu við útlönd og að tímar mikils halla á slíkum viðskiptum séu nú að baki í bili. Þar leggist á eitt stóraukin framleiðslugeta álvera, hátt verð okkar helstu útflutningsvara á alþjóðamörkuðum og snarpur samdráttur í innlendri eftirspurn vegna versnandi efnahagshorfa ásamt gengisþróun sem að öðru jöfnu ætti að bæta samkeppnisstöðu útflutningsgreina og draga úr eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira