Erlent

Indland kemur á fót áætlun til hindrunar loftslagsbreytingum

Manmohan Singh, forsetisráðherra Indlands.
Manmohan Singh, forsetisráðherra Indlands.

Indversk stjórnvöld hafa komið á stað áætlun sem varðar allt landið sem hefur það markmið að spyrna við hlýnun jarðar og afleiðingum hennar. Áætlunin byggir á meiri áherslu á sjálfbærum orkugjöfum og þá sérstaklega á sólarorku.

Í þessari áætlun er hins vegar ekki minnst á kolefnislosun Indverja en talið er að hún muni frekar aukast en minnka á næstkomandi árum. Forsetisráðherrann Manmohan Singh telur þessa áætlun geta breytt ímynd Indlands til hins betra. Samkvæmt honum mun sú vísindalega þekking sem Indverjar búa yfir verða notuð til þess að þróa tækni til þess að geyma sólarorku. Vonin er að hún gæti orðið undirstaða iðnaðs í landinu og einnig bætt lífsskilyrði fólks í landinu.

Samkvæmt nýlegri Greenpeace skýrslu munu gróðurhúsaáhrif valda miklum skaða í Suður-Asíu, meðal annars myndi 75 milljón manna missa heimili sín í Bangladesh. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×