Viðskipti innlent

Börsen hraunar enn og aftur yfir íslensk félög

Danska viðskiptablaðið Börsen fór mikinn í umfjöllun um íslensk félög og notaði tækifærið til að hrauna yfir þau á vefsíðu sinni í gær. Fyrirsögn blaðsins á frétt um afkomu Glitnis á fyrsta ársfjórðung var, Glimmerið fer af Glitni og fyrirsögn á frétt um Icelandair var, Lokkar ferðamenn til Íslands með gjaldfallinni krónu.

Hvað afkomu Glitnis varðar er útgangspúnktur Börsen að hagnaður hafi minnkað um 11% frá sama tímabili í fyrra vegna aukinna útgjalda. Og síðan er sagt að Moody´s sjái dökkt skýjafar yfir íslensku bönkunum.

Til samanburðar má nefna að bæði greining Kaupþings og greining Landsbankans töluðu um gott uppgjör hjá Glitni enda var hagnaður bankans töluvert yfir væntingum.

Í frétt um Icelandair er sagt að félagið nýti sér nú "dramatískt" fall krónunnar til að auglýsa ódýrar ferðir til Íslands. "Krónan er veik - nóttin er björt" hljómi auglýsingatextinn í fréttabréfi félagsins og sé honum ætlað að lokka danska ferðamenn til landsins.

Þriðja dæmið í Börsen er umfjöllun um að afskrá eigi FL Group af markaði en fyrirsögnin á þeirri frétt er "Íslenskur risi berst fyrir lífi sínu". Sagt er að félagið sé á leið af markaðinum svo það geti "sleikt milljarða sár sín í friði frá opinberu eftirliti".

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×