Viðskipti innlent

Akranes á 3G þjónustusvæði Símans

Akranes hefur bæst í hóp þeirra staða sem skilgreindir sem 3G þjónustusvæði Símans.

Þetta felur það í sér að viðskiptavinum Símans stendur til boða ný þjónusta eins og Myndsímtal, Sjónvarp í símann, Netið í símann ásamt því að geta komist í háhraðanetsamband í fartölvu með Netlykli Símans hvar sem er innan þjónustusvæðis 3G Netsins, eins og segir í tilkynningu Símans.

Sambandið nær þónokkuð út fyrir bæjarmörkin og inn í nærsveitir Akraneskaupstaðar. Af þessu tilefni færði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra Akraness, 3G Netlykil að gjöf.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×