Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tapaði rúmlega 1,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Þetta er töluverður viðsnúningur hjá félaginu því á sama tímabili í fyrra varð 765 milljón króna hagnaður af rekstrinum. Tekjur lækkuðu bæði í útgerð og fiskvinnslu milli áranna.

Í tilkynningu um ársfjórðunginn segir að rekstrarhorfur á yfirstandandi rekstrarári séu óvissar eins og undanfarin ár. Loðnukvóti var lítill á þessu ári og það mun hafa mikil áhrif á afkomu félagsins. Á móti kemur hagstæð gengisþróun og hátt verð á fiskmörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×