Kínverskum bönkum skipað að stöðva lán til bandarískra banka 25. september 2008 12:44 Bankaeftirlit Kína hefur skipað þarlendum bönkum að stöðva öll millibankalán til bandarískra banka. Þetta á að koma í veg fyrir hugsanlegt tap meðan á fjármálakreppunni stendur. Blaðið South China Morning Post í Hong Kong greinir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum að kínversku bönkunum hafi verið skipað að hætta að lána bandarískum bönkum en ekki bönkum í öðrum löndum. Að sögn blaðsins virðast þessar aðgerðir vera þær fyrstu af hálfu Kínverja til að verja sig gegn vaxandi fjármálakreppu í Bandaríkjunum. Áður hafði komið fram að kínverskir bankar lágu með fleiri milljarða dollara í lánum á Bandaríkjamarkaði er kreppan fór í gang. Forráðamenn bankaeftilitsins hafa borið þessa frétt til baka í dag og segja að engin skipun hafi verið gefin út um að hætta lánum til bandarískra banka. Í framhaldsfrétt á Reuter um málið kemur þetta fram en hinsvegar hefur Reuter eftir þremur verðbréfasölum í Sjanghai að Kínverjar séu hættir að lána sumum bandarískum bönkum og að þeir fari sé varlega í að lána bönkum í öðrum löndum. Einn þeirra sem Reuter ræddi við segir að frá því í upphafi vikunnar hafi orðið stöðugt erfiðara að fá lán í kínverskum bönkum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bankaeftirlit Kína hefur skipað þarlendum bönkum að stöðva öll millibankalán til bandarískra banka. Þetta á að koma í veg fyrir hugsanlegt tap meðan á fjármálakreppunni stendur. Blaðið South China Morning Post í Hong Kong greinir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum að kínversku bönkunum hafi verið skipað að hætta að lána bandarískum bönkum en ekki bönkum í öðrum löndum. Að sögn blaðsins virðast þessar aðgerðir vera þær fyrstu af hálfu Kínverja til að verja sig gegn vaxandi fjármálakreppu í Bandaríkjunum. Áður hafði komið fram að kínverskir bankar lágu með fleiri milljarða dollara í lánum á Bandaríkjamarkaði er kreppan fór í gang. Forráðamenn bankaeftilitsins hafa borið þessa frétt til baka í dag og segja að engin skipun hafi verið gefin út um að hætta lánum til bandarískra banka. Í framhaldsfrétt á Reuter um málið kemur þetta fram en hinsvegar hefur Reuter eftir þremur verðbréfasölum í Sjanghai að Kínverjar séu hættir að lána sumum bandarískum bönkum og að þeir fari sé varlega í að lána bönkum í öðrum löndum. Einn þeirra sem Reuter ræddi við segir að frá því í upphafi vikunnar hafi orðið stöðugt erfiðara að fá lán í kínverskum bönkum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira