Erlent

Bretar leita stuðnings Úkraínumanna gegn Rússum

Victor Yushchenko forseti Úkraínu.
Victor Yushchenko forseti Úkraínu. Mynd/Getty

Utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband er nú í Úkraínu vegna viðræðna um að mynda bandalag gegn yfirgangi Rússa. Á hann fund með forseta landsins, Victor Yushchenko og utanríkisráðherra landsins Volodymyr Ohryzko.

Rússland viðurkenndur sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna Suður-Ossetíu og Abkhazíu í gær en sú viðurkenning hefur verið fordæmd af leiðtogum ýmissa vestrænna leiðtoga. Til að mynda hefur Frakkland sem hefur forsætið í Evrópusambandinu um þessar mundir kallað eftir pólitískri lausn.

Ótti er um að Rússar muni í kjölfarið á stríðinu í Georgíu einbeita sér að öðrum fyrrum Sóvétríkjum, eins og Úkraínu. Bæði Úkraína og Georgía hafa lýst yfir vilja að ganga í Nató en þó eru meira en tveir þriðju íbúa Úkraínu annaðhvort á móti slíkri inngöngu eða óviss um hana. Vinsældir Yushchenko eru heldur ekki miklar um þessar mundir þannig að efasemdir eru um að Úkraína reynist mikill stuðningur gegn Rússum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×