Viðskipti innlent

Tap Exista 4,2 milljarðar króna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, langstærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, langstærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA
Tap Exista á öðrum fjórðungi ársins nemur 38,4 milljónum evra (4,2 milljörðum króna) samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 221,4 milljónir evra.

Heildartekjur námu 89,6 milljónum evra, eða 9,8 milljörðum króna.

Lýður Guðmundsson stjórnarformaður segir forsvarsmenn félagsins sátta við niðurstöðu fjórðungsins í ljósi ríkjandi markaðsaðstæðna. Áhersla hafi verið lögð á að standa vörð um undirstöður félagsins og þótt verðmyndun sé nú veik á markaði gangi reksturinn vel.

Á kynningarfundi í gærmorgun sagði Lýður félagið vel í stakk búið til að standa af sér hremmingar á fjármálamörkuðum „og koma út úr þeim sterkari“. Í lok júní átti félagið tryggt lausafé til að standast skuldbindingar sem falla á gjalddaga fram í desember 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×