Erlent

Ferðamönnum rænt í Egyptalandi

Óli Tynes skrifar
Frá Kairó.
Frá Kairó.

Mannræningjar í Egyptalandi krefjast 800 milljóna króna í lausnargjald fyrir nítján manns sem þeir tóku í gíslingu á föstudag.

Meðal gíslanna eru 11 ferðamenn. Fimm frá Þýskalandi, fimm frá Ítalíu og einn frá Rúmeníu. Átta Egyptar eru einnig í hópnum.

Fólkið var á ferð í óbyggðum skammt frá súdönsku landamærunum. Er jafnvel talið að mannræningjarnir séu frá Súdan.

Egypski herinn hefur verið sendur á vettvang til þess að reyna að finna fólkið. Talið er hugsanlegt að þegar hafi verið farið með það yfir landamærin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×