Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! 29. október 2008 05:00 Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira